Sarpur | Uppskriftir RSS feed for this section

Olíusósa

26 Júl

Verkefni vikunnar var að búa til olíusósu, ég notaðist við uppskrift sem er í Við matreiðum, úrvals bók. Ég leitaði líka á netinu og fann nokkrar lýsingar þar en VM var aðal hjálpin. Í sósuna fara; 4 eggjarauður, smá salt, safi úr hálfri sítrónu og 4-5 dl af olíu mest af iso 4 og ca. 1/3 ólífuolía. Mikilvægt að muna að eggin og olían verða að verða að hafa sama hitastig ,ca 15°C segir VM. Byrja á að þeyta eggjarauðurnar bæta svo olíunni út í í mjórri bunu á meðan þeytt er. Sítrónusafinn fór svo út í síðast ásamt smá pipar og saltinu,

Auglýsingar

Afmæliskaka

24 Júl

Frumburðurinn á afmæli hann fær Franska súkkulaðiköku í tilefni dagsins

Hráefni;

200  gr      smjör
200 gr       suðusúkkulaði
4  stk          egg
2  dl            sykur
1-2   dl      hveiti

Svo gerir maður;

Bræðir saman smjör og súkkulaði við lágan hita.
Þeytir saman egg og sykur, helst í hrærivél, þar til það er létt og ljóst.
Blandiar súkkulaðiblöndunni varlega við eggjablönduna. Stundum blanda ég hveitinu við súkkulaðiblönduna áður en ég set hana út í eggin og stundum set ég hveitið út í súkkulaði-eggjablönduna í lokin, ég finn ekki mikinn mun á því.

Blandið næst hveitinu saman við.

Bakið við 175°C í 35-45 mín.