Sarpur | september, 2011

Prjón

7 Sep

Mér finnst gaman að próna, en geri að mest til að eiga stund með sjálfri mér. Nokkurs konar prjóna jóga eða prjóna íhugun. Svo finnst mér líka þægilegt að prjóna á langkeyrslu sérstaklega þegir keyrt er til Ísafjarðar sem gerist alltaf nokkrum sinnum á ári. Ísafjarðarvettlingarnir fengu einmitt það nafn af því að þeir voru prjónaðir að leiðinni frá Reykjavík til Ísafjarðar, hefðu sennilega klárast í Hestfirðinum ef garnið hefði ekki verið búið, reddaði þumaltotunni með nýjum lit. Dedduvettlingarnir eru eftir vettlingum sem Dedda frænka mín heitin prjónaði og gaf mér ófá pör af. Nú á ég nokkra slitna staka frá henni og fer eftir þeim, hef alltaf einn í prjónatöskunni. Góð leið til að minnast góðrar frænku og gera minningu hennar sýnilega í dagsins önn. Storffið er hins vegar hálf ankanalegt en unglingurinn sem átti að fá þá vildi hafa stroffið svona.  Afgangarnir eru úr garni sem mamma rétti mér í sumar og hafði fundið heima hjá sér, það var búið að prjóna stroff og hún fullyrti að ég ætti þetta, svo ég bætti við afgöngum af öðru garni til að ver að viss um að hnotan dygði. Peysan Freyja kláraðist óvænt í sumar. Ég byrjaði að prjóna hana sl. sumar en leiddist það óskaplega og lagði verkefnið til hliðar. Í sumar kom svo rétta stundin og áður en ég vissi af var hún búin. Ég breytti stroffinu og notaði til fyrirmyndar peysu úr dönsku blaði sem ég fann hjá mömmu, það eru litlir kaðlar í stroffinu sem koma mjög vel út og í stað þess að hekla kantin þá prjónaði ég 4 umferðir með mohair sokkagarni sem ég átti afgang af og notaði það líka í hálsmálið. Hér er uppskriftin af Freyju sem Knitting Iceland býður öllum frítt.

Auglýsingar

Töskur

4 Sep

Nýjasta áhugamálið er að sauma litlar töskur úr efnum sem eru til á heimilinu og gömlum fötum. Ég fann þessar ágætu síður til að fara eftir Saumaðu eins og mamma og þessi er samansafn af allskonar humyndum frá mörgum síðum. Það væri gaman að hafa myndir af þessum ósköpum en myndavélin mín flaug ofan af bílnum á 90 km/klst hraða og hafði það ekki af .