Olíusósa

26 Júl

Verkefni vikunnar var að búa til olíusósu, ég notaðist við uppskrift sem er í Við matreiðum, úrvals bók. Ég leitaði líka á netinu og fann nokkrar lýsingar þar en VM var aðal hjálpin. Í sósuna fara; 4 eggjarauður, smá salt, safi úr hálfri sítrónu og 4-5 dl af olíu mest af iso 4 og ca. 1/3 ólífuolía. Mikilvægt að muna að eggin og olían verða að verða að hafa sama hitastig ,ca 15°C segir VM. Byrja á að þeyta eggjarauðurnar bæta svo olíunni út í í mjórri bunu á meðan þeytt er. Sítrónusafinn fór svo út í síðast ásamt smá pipar og saltinu,

Færðu inn athugasemd