Prjón

7 Sep

Mér finnst gaman að próna, en geri að mest til að eiga stund með sjálfri mér. Nokkurs konar prjóna jóga eða prjóna íhugun. Svo finnst mér líka þægilegt að prjóna á langkeyrslu sérstaklega þegir keyrt er til Ísafjarðar sem gerist alltaf nokkrum sinnum á ári. Ísafjarðarvettlingarnir fengu einmitt það nafn af því að þeir voru prjónaðir að leiðinni frá Reykjavík til Ísafjarðar, hefðu sennilega klárast í Hestfirðinum ef garnið hefði ekki verið búið, reddaði þumaltotunni með nýjum lit. Dedduvettlingarnir eru eftir vettlingum sem Dedda frænka mín heitin prjónaði og gaf mér ófá pör af. Nú á ég nokkra slitna staka frá henni og fer eftir þeim, hef alltaf einn í prjónatöskunni. Góð leið til að minnast góðrar frænku og gera minningu hennar sýnilega í dagsins önn. Storffið er hins vegar hálf ankanalegt en unglingurinn sem átti að fá þá vildi hafa stroffið svona.  Afgangarnir eru úr garni sem mamma rétti mér í sumar og hafði fundið heima hjá sér, það var búið að prjóna stroff og hún fullyrti að ég ætti þetta, svo ég bætti við afgöngum af öðru garni til að ver að viss um að hnotan dygði. Peysan Freyja kláraðist óvænt í sumar. Ég byrjaði að prjóna hana sl. sumar en leiddist það óskaplega og lagði verkefnið til hliðar. Í sumar kom svo rétta stundin og áður en ég vissi af var hún búin. Ég breytti stroffinu og notaði til fyrirmyndar peysu úr dönsku blaði sem ég fann hjá mömmu, það eru litlir kaðlar í stroffinu sem koma mjög vel út og í stað þess að hekla kantin þá prjónaði ég 4 umferðir með mohair sokkagarni sem ég átti afgang af og notaði það líka í hálsmálið. Hér er uppskriftin af Freyju sem Knitting Iceland býður öllum frítt.

Auglýsingar

Töskur

4 Sep

Nýjasta áhugamálið er að sauma litlar töskur úr efnum sem eru til á heimilinu og gömlum fötum. Ég fann þessar ágætu síður til að fara eftir Saumaðu eins og mamma og þessi er samansafn af allskonar humyndum frá mörgum síðum. Það væri gaman að hafa myndir af þessum ósköpum en myndavélin mín flaug ofan af bílnum á 90 km/klst hraða og hafði það ekki af .

Olíusósa

26 Júl

Verkefni vikunnar var að búa til olíusósu, ég notaðist við uppskrift sem er í Við matreiðum, úrvals bók. Ég leitaði líka á netinu og fann nokkrar lýsingar þar en VM var aðal hjálpin. Í sósuna fara; 4 eggjarauður, smá salt, safi úr hálfri sítrónu og 4-5 dl af olíu mest af iso 4 og ca. 1/3 ólífuolía. Mikilvægt að muna að eggin og olían verða að verða að hafa sama hitastig ,ca 15°C segir VM. Byrja á að þeyta eggjarauðurnar bæta svo olíunni út í í mjórri bunu á meðan þeytt er. Sítrónusafinn fór svo út í síðast ásamt smá pipar og saltinu,

Garðurinn

25 Júl

Úr garðinum mínum Garðurinn minn er gamalgróin og í upphafi var vel vandað til verks. Ég nýt góðs af því og get haft eins mikið fyrir garðverkunum og ég kæri mig um. En það er samt notalegt að stússast í garðinum og nú langar mig til að bæta við ræktunarsvæði, það eru komnir kassar með jarðaberjaplöntum og þá vantar bara moltukassa, grænmetis- og kryddjurtakassa.

Afmæliskaka

24 Júl

Frumburðurinn á afmæli hann fær Franska súkkulaðiköku í tilefni dagsins

Hráefni;

200  gr      smjör
200 gr       suðusúkkulaði
4  stk          egg
2  dl            sykur
1-2   dl      hveiti

Svo gerir maður;

Bræðir saman smjör og súkkulaði við lágan hita.
Þeytir saman egg og sykur, helst í hrærivél, þar til það er létt og ljóst.
Blandiar súkkulaðiblöndunni varlega við eggjablönduna. Stundum blanda ég hveitinu við súkkulaðiblönduna áður en ég set hana út í eggin og stundum set ég hveitið út í súkkulaði-eggjablönduna í lokin, ég finn ekki mikinn mun á því.

Blandið næst hveitinu saman við.

Bakið við 175°C í 35-45 mín.

12 Júl

https://samstarf.wordpress.com/wp-admin/link-manager.php

Flutt

12 Júl

Samstarfið góða hefur flutt sig frá blogspot yfir á wordpress vonandi gengur það vel : )