Sarpur | júlí, 2011

Olíusósa

26 Júl

Verkefni vikunnar var að búa til olíusósu, ég notaðist við uppskrift sem er í Við matreiðum, úrvals bók. Ég leitaði líka á netinu og fann nokkrar lýsingar þar en VM var aðal hjálpin. Í sósuna fara; 4 eggjarauður, smá salt, safi úr hálfri sítrónu og 4-5 dl af olíu mest af iso 4 og ca. 1/3 ólífuolía. Mikilvægt að muna að eggin og olían verða að verða að hafa sama hitastig ,ca 15°C segir VM. Byrja á að þeyta eggjarauðurnar bæta svo olíunni út í í mjórri bunu á meðan þeytt er. Sítrónusafinn fór svo út í síðast ásamt smá pipar og saltinu,

Garðurinn

25 Júl

Úr garðinum mínum Garðurinn minn er gamalgróin og í upphafi var vel vandað til verks. Ég nýt góðs af því og get haft eins mikið fyrir garðverkunum og ég kæri mig um. En það er samt notalegt að stússast í garðinum og nú langar mig til að bæta við ræktunarsvæði, það eru komnir kassar með jarðaberjaplöntum og þá vantar bara moltukassa, grænmetis- og kryddjurtakassa.

Afmæliskaka

24 Júl

Frumburðurinn á afmæli hann fær Franska súkkulaðiköku í tilefni dagsins

Hráefni;

200  gr      smjör
200 gr       suðusúkkulaði
4  stk          egg
2  dl            sykur
1-2   dl      hveiti

Svo gerir maður;

Bræðir saman smjör og súkkulaði við lágan hita.
Þeytir saman egg og sykur, helst í hrærivél, þar til það er létt og ljóst.
Blandiar súkkulaðiblöndunni varlega við eggjablönduna. Stundum blanda ég hveitinu við súkkulaðiblönduna áður en ég set hana út í eggin og stundum set ég hveitið út í súkkulaði-eggjablönduna í lokin, ég finn ekki mikinn mun á því.

Blandið næst hveitinu saman við.

Bakið við 175°C í 35-45 mín.

12 Júl

https://samstarf.wordpress.com/wp-admin/link-manager.php

Flutt

12 Júl

Samstarfið góða hefur flutt sig frá blogspot yfir á wordpress vonandi gengur það vel : )

Hello world!

11 Júl

Welcome to WordPress.com. After you read this, you should delete and write your own post, with a new title above. Or hit Add New on the left (of the admin dashboard) to start a fresh post.

Here are some suggestions for your first post.

  1. You can find new ideas for what to blog about by reading the Daily Post.
  2. Add PressThis to your browser. It creates a new blog post for you about any interesting  page you read on the web.
  3. Make some changes to this page, and then hit preview on the right. You can alway preview any post or edit you before you share it to the world.